Um Höfundamiðstöðina

Höfundamiðstöð Rithöfundasambands Íslands

Hlutverk höfundamiðstöðvar

Höfundamiðstöð Rithöfundasambandsins hefur verið starfrækt frá árinu 1974. Höfundamiðstöðin veitir upplýsingar um rithöfunda, stuðlar að bókmenntakynningum, hefur milligöngu um upplestra og aðstoðar við mótun dagskrár.

Höfundamiðstöðin hefur á sínum vegum margs konar höfunda, ljóðskáld, leikskáld, skáldsagnahöfunda, barna- og unglingabókahöfunda, höfunda fræðirita og þýðendur.

Höfundamiðstöðin veitir upplýsingar um höfunda og dagskrár, svarar fyrirspurnum og tekur við pöntunum sé þess óskað.