Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Höfundakvöld – Bragi, Huldar og Guðrún Eva

Á Höfundakvöldi í Gunnarshúsi fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00 munu þrír höfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum; Bragi Ólafsson úr Stöðu pundsins, Guðrún Eva Mínervudóttir úr Aðferðir til að lifa af og Huldar Breiðfjörð úr Sólarhringl. Bækurnar verða á tilboðsverði og höfundar árita. Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir.


Höfundakvöld Gunnarshúsi – Árni, Ólína, Soffía Auður og Þorbergur

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Árni Snævarr, Soffía Auður Birgisdóttir og Þorbergur Þórsson munu lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum og árita bækur í Gunnarshúsi á miðvikudagskvöldið 6. nóvember kl 20.

Verkin sem kynnt verða:

Lífgrös og leyndir dómar.
Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi
eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur.
(Vaka-Helgafell/Forlagið).

Madamma, kerling, fröken,
frú
. Konur í íslenskum bókmenntum, eftir Soffíu Auði Birgisdóttur.
(Háskólaútgáfan)

Maðurinn sem Ísland elskaði.
Paul Gaimard og Íslandsferðir hans
, eftir Árna Snævarr. (Forlagið)

Kvöldverðarboðið, eftir
Þorberg Þórisson. (Bókaútgáfan Vesturgata)

Léttar veitingar og góður andi.


Höfundakvöld fimmtudaginn 13. desember kl. 20.00

13. des

Það er háflóð í einu besta barnabókaflóði síðustu ára. Fjórir barnabókahöfundar ætla að taka sér hlé frá atinu sem fylgir bókaútgáfu og bjóða öllu áhugafólki um barnabókmenntir til stofu í Gunnarshúsi fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00. Þetta kvöld verða boðin grið frá jólastressi, hasar og veseni og þess í stað lagt upp með að eiga góða stund saman.

Höfundarnir sem bjóða til stofu eru eftirtaldir:

Hjalti Halldórsson (Draumurinn)
Arndís Þórarinsdóttir (Nærbuxnaverksmiðjan)
Sævar Helgi Bragason (Svarthol)
Ævar Þór Benediktsson (Þitt eigið tímaferðalag)

Heitt kaffi, piparkökur og nóg af kertaljósum og góðum sögum.


Höfundakvöld í Gunnarshúsi 6. desember

Slide1.JPG

Eygló Jónsdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Lárus Jón Guðmundsson og Bryndís Björgvinsdóttir  kynna nýútkomnar bækur sínar á höfundakvöldi í Gunnarshúsi fimmtudaginn 6. desember.

Bækurnar:

Ljóðabókina Áttun eftir Eygló fjallar um ferðalög, bæði bókstafleg og huglæg. Bókin varð til á ferðalagi og í henni leyfir höfundur sér að kanna ókunnugt landslag og nýjar víddir í sjálfum sér.

Ljóðabókin Í huganum ráðgeri morð eftir Eyrúnu fjallar um sköpunarkraftinn sem lifandi afl er öðlast sjálfstætt líf, heltekur listamanninn og brýst út þegar síst varir, gerir byltingu og uppreisn. Bjartur gefur út.

FLEKASKIL eða nokkrar hugleiðingar út frá jarðfræði og kenningum Alfreds Wegeners sem hvílir frosinn á miðjum aldri djúpt í Grænlandsjökli, eftir Lárus Jón Guðmundsson.

Hvítir miðaldra karlmenn eru mikið í fréttum þessa dagana og ekki alltaf af góðu tilefni. Skemmdu eplin fá verðskuldaða athygli og viðeigandi fordæmingu en fáir velta fyrir sér líðan og ástandi hinna eplanna í tunnunni. Í Flekaskilum er reynt að gægjast undir yfirborðið, skynja líðan ljóðmælanda og velta upp svörum við áleitnum spurningum.

Krossgötur: Álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi er afrakstur fjögurra ára rannsóknarvinnu Bryndísar Björgvinsdóttur og Svölu Ragnars ljósmyndara. Í henni er greint frá 54 stöðum um allt land sem mannfólkið má ekki hrófla við samkvæmt hjátrúnni. Rýnt er í ný og gömul dæmi til að varpa ljósi á sögurnar að baki og áhrif þessarar fornu hjátrúar á umhverfi og menningu. Bjartur gefur út.

Höfundarnir:

Eygló Jónsdóttir er með meistaragráðu í ritlist. Hún situr í ritnefnd fyrir tímaritið Mannúð, sem fjallar um frið og mannréttindi. Síðustu jól gaf hún út barnabókina Ljóti jólasveinninn, sem einnig var litabók. Hún hefur skrifað fjölda greina í blöð/tímarit og ljóð eftir hana og sögur hafa birst í safnritum.

Eyrún vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2016. Árið 2017 komu út tvær bækur eftir hana, Ferðin til Mars og barnabókin Skrímslin í Hraunlandi. Auk þess að senda frá sér fjórar skáldsögur, fjórar ljóðabækur og eina myndskreytta barnabók hefur Eyrún skrifað leikrit, kvikmyndahandrit, greinar og fyrirlestra, m.a um friðarmál og mannúðarheimspeki búddisma.

Lárus Jón menntaði sig í raungreinum og vísindum fyrir margt löngu og sá fram á átakalítið ævikvöld þegar hann komst að því að hann hafði steingleymt að bólusetja sig gegn ritlistarveirunni. Hann fékk heiftarlegt skriftarkast, var lagður inn á ritlistarálmu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og er fyrst núna þremur árum síðar að útskrifast með ævilanga Magisters greiningu.

Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur og Svala Ragnarsdóttir heimildaljósmyndari. Hugmyndin að verkefninu spratt upp úr verkefni þar sem Svala ljósmyndaði eigin æskustöðvar „í nýju ljósi“. Hún fékk Bryndísi til liðs við sig enda báðar Hafnfirðingar. Þær urðu brátt hugfangnar að þessu verkefni og hafa nú ferðast um allt land til að ljósmynda og rannsaka bannhelg svæði sem hafa áhrif á umhverfi, menningu og landslag.


Höfundakvöld í Gunnarshúsi miðvikudaginn 5. desember kl. 20.00

miðvikudagur

Höfundakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, miðvikudagskvöldið 5. desember kl. 20.00

Þrír höfundar leiða saman bækur sínar og úr verður fallegt eyrnakonfekt!
(Og reyndar verður líka hægt að nasla á heimagerðum kræsingum frá Lilju Katrínu!)

Bergrún Íris Sævarsdóttir mun kynna Langelstur í bekknum: Leynifélagið; og Næturdýrin. Barnabókin Langelstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur segir frá sumarfríi vinanna Eyju (7 ára) og Rögnvaldi (97 ára). Bókin er framhald af Langelstur í bekknum sem sló í gegn á síðasta ári og vakið hefur áhuga fjölda barna á yndislestri.

Lilja Katrín Gunnarsdótir mun kynna Minn sykursæti lífstíll.
Minn sykursæti lífsstíll er fyrsta bók ástríðubakarans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, konunnar á bak við sykursætu bloggsíðuna blaka.is. Bókin er stútfull af bakstursuppskriftum og góðum ráðum fyrir þá sem vilja leyfa ímyndunaraflinu og gleði að ráða ríkjum í eldhúsinu, með tilheyrandi sykursjokki og kolvetnavímu.

Sigga Dögg kynfræðingur kynnir sína fyrstu skáldsögu; kynVeru. Sagan er brot úr dagbók Veru, táningsstúlku sem stendur á ákveðnum tímamótum og reynir að átta sig á næstu skrefum með því að rekja ákveðna atburðarás. Í því ferðalagi veltir hún fyrir sér m.a. blæðingum, ástinni, jafnrétti, losta, kynhneigð, og líkamanum. Höfundur veitir dýrmæta, og einstaka, innsýn í hugarheim unglings útfrá spurningum og umræðum sem koma upp í kynfræðslufyrirlestrum hennar um land allt.

 

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 13. nóvember, kl. 20.00

Um ýmsar trissur aðrar

Fjórir höfundar ljúka stormasamri upplestrarferð um Dali og Strandir með lestri úr nýjum bókum sínum í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Auður Ava Ólafsdóttir: Ungfrú Ísland, skáldsaga
Bergsveinn Birgisson: Lifandilífslækur, skáldsaga
Bjarni Bjarnason: Læknishúsið, skáldsaga
Sigurbjörg Þrastardóttir: Hryggdýr, ljóðabók

Leynispyrill fleygir fáeinum spurningum fyrir höfundana, en aðallega verður lesið úr bókunum fjórum og spjallað við gesti yfir kaffi úr könnum hússins.

 


Höfundakvöld í Gunnarshúsi 1. nóvember

45045120_472966466444737_7931453798432636928_n
Fjórir blaðamenn lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Bergrún Írís Sævarsdóttir kynnir bók sína : Langelstur í leynifélaginu. Guðrún Guðlaugsdóttir les úr sakamálasögunni :Erfðaskráin. Páll Benediktsson les úr bók sinni : Kópur – Mjási, Birna og ég. Sigurður Hreiðar les úr bók sinni : Meðan ég man – leiftur frá liðinni tíð.
Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20.00 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8.
Frítt inn og allir velkomnir!