Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn

Jonshus1web

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019.

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 2. janúar til 17. desember 2019.
Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss: jonshus.dk (fræðimannsíbúð).

Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 29. október nk.


Sumarbústaðir

Opið er fyrir sumarúthlutun á orlofshúsunum Sléttaleiti og Norðurbæ sumarið 2018. Umsóknarfrestur er til 26. mars nk. Húsin er í vikuleigu í tíu vikur yfir sumarið, frá föstudegi til föstudags 8. júní-17. ágúst, og kostar vikan 15.000 kr. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ.
Þeir sem ekki sóttu um eða fengu úthlutað í fyrra ganga fyrir í ár. Við úthlutun skiptir lengd félagsaðildar máli.

Sækja um í Sléttaleiti

Sækja um í Norðurbæ


Kjarvalsstofa í París

kjarvalsstofaKjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð – vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands. Kjarvalsstofa er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.

Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna og miðast við kostnað af rekstri hennar. Á árinu 2017 verða þau 522  evrur á mánuði fyrir einstakling. Tekið skal fram að úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn en vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði ekki verið lengri en 2 mánuðir. Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna allan úthlutunartíma sinn. Stjórn Cité Internationale des Arts lrggur áherslu á að dvalartíminn sé nýttur í vinnu umsækjanda að list sinni.

Auglýst er eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu fyrir tímabilið 1. ágúst 2017 til 31. júlí 2018. Sótt er um á Rafrænni Reykjavík, rafraen.reykjavik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017.

Frekari upplýsingar veitir skrifstofa Menningar- og ferðamálasviðs í s. 411 6020eða á netfanginu menning@reykjavik.is.


Gestadvöl í Prag – auglýst eftir umsóknum

Prag-gestarithöfundar-170x130

Bókmenntaborgin Prag í Tékklandi auglýsir eftir gestahöfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO, þar á meðal Reykjavík. Skilafrestur umsókna er 29. febrúar næstkomandi.

Rithöfundar og þýðendur geta sótt um gestadvöl. Auglýst er eftir umsóknum um þrjú tímabil nú í ár: júlí og ágúst, september og október eða nóvember – 15. desember. Tilkynnt verður hverjir hreppa hnossið þann 31. mars.

Umsóknir og fyrirspurnir sendast til Rödku Návarova: radka.navarova@mlp.cz

Prag, sem hefur verið ein af Bókmenntaborgum UNESCO frá árinu 2014, býður erlendum rithöfundum og þýðendum að dvelja við ritstörf í borginni um tveggja mánaða skeið. Tekið er á móti sex höfundum ár hvert. Fyrst um sinn verður eingöngu tekið á móti höfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO, en borgirnar eru nú tuttugu talsins að Prag meðtaldri. Við fyrstu úthlutun í fyrra sóttu höfundar frá Dublin, Dunedin, Melbourne, Norwich og Reykjavík um gestadvöl og var einn íslenskur höfundur meðal þeirra fjögurra sem urðu fyrir valinu. Þessir fjórir höfundar eru Liam Pieper (Melbourne), Sarah Perry (Norwich), David Howard (Dunedin) og Friðrik Rafnsson (Reykjavík).

Hér má lesa eða hlusta á viðtal sem David Vaughan tók við Liam Pieper og Katerinu Bajo um gestadvölina fyrir útvarpið í Prag.

Sjá vef Bókmenntaborgar.


Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn

Jonshus1web

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2015 – 2016.

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðsspnar, er laus til afnota tímabilið 26. ágúst 2015 til 30. ágúst 2016.
Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss: jonshus.dk (fræðimannsíbúð).

Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 21. apríl nk.


Kjarvalsstofa í París

kjarvalsstofa-stórKjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð – vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningar- málaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.

Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna og miðast við kostnað af rekstri hennar. Á árinu 2015 verða þau 426 evrur á mánuði fyrir einstakling en 578 evrur á mánuði fyrir tvo. Úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn en vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna allan úthlutunartíma sinn.

Auglýst er eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu fyrir tímabilið 1. ágúst 2015 til 31. júlí 2016. Sótt er um á Rafrænni Reykjavík, rafraen.reykjavik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2015.

Frekari upplýsingar veitir skrifstofa Menningar- og ferðamálasviðs í s. 590-1520 eða á netfanginu menning@reykjavik.is.


Jensenshús

Jensenshus

Jensenshús Tungustíg 3 Eskifirði, dvalarstaður lista- og fræðimanna, er elsta uppistandandi íbúðarhús á Eskifirði reist 1837. Húsið er nýuppgert í upprunalegri mynd á fallegum og rólegum stað í hjarta bæjarins.

Húsið er ætlað lista og fræðimönnum allt árið um kring. Ekki er gert ráð fyrir að gestir Jensenshúss greiði fyrir aðstöðuna en hins vegar er ætlast til að þeir komi á einhvern hátt á framfæri í Fjarðabyggð list sinni eða þeim verkum sem þeir eru að vinna að.

Það getur verið í formi sýningar, tónleikahalds, fyrirlestri eða með þeim hætti sem hentar hverju sinni.

Verkefni sem efla menningu í Fjarðabyggð munu njóta forgangs í umsóknarferlinu en litið er til fleiri þátta við úthlutun hússins. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna á vef Fjarðabyggðar.