Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Bókmenntahátíð í Reykjavík 2017

Dagskrá Bókmenntahátíðar 2017 liggur nú fyrir og má skoða hér.

Bókmenntahátíð í Reykjavík fer fram í þrettánda skipti dagana 6.-9. september. Dagskrá hennar er metnaðarfull og spennandi, en von er á  17 virtum og vinsælum erlendum höfundum, auk þess sem margir helstu höfundar Íslands taka þátt. Meðal erlendu gestanna er hin kóreska Han Kang sem hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir bókina Grænmetisætuna. Tveir höfundar sem tilnefndir hafa verið til sömu verðlauna, Eka Kurniawan og Jón Kalman Stefánsson, koma fram í sameiginlegu pallborði og ræða fegurð og ljótleika í bókmenntum. Hinn indónesíski Kurniawan, sem er þekktastur fyrir bók sína Fegurð er sár, flytur aðra opnunarræðu hátíðarinnar en hina ræðuna flytur handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016, Auður Ava Ólafsdóttir.

Lesa meira


Danskt haust

denmark-1220x550

Alþjóðlega menningarhátíðin, Danskt haust, verður haldin dagana 12.-16. október næstkomandi  í Reykjavík og á Selfossi.

Fjöldi lista- og fræðimanna koma í heimsókn frá Danmörku þar sem þeir eru búsettir. Gestir okkar eru samt af ýmsu þjóðerni, ættuð frá Trínidad, Englandi, Bandaríkjunum, Íslandi og Grænlandi.

Til liðs við gestina koma svo nokkur íslensk skáld og listamenn. Hátíðin er haldin að frumkvæði Önnu S. Björnsdóttur og Þórs Stefánssonar með stuðningi Norræna hússins, Norrænu félagaanna í Reykjavík og á Selfossi og Rithöfundasambans Íslands. Auk þeirra hefur veitir sendiráðið hátíðinni stuðning.

Ókeypis aðgangur er að öllum viðburðum hátíðarinnar.

 

Danskt haust

Heimsókn danskra skálda, listamanna og fræðimanna

Dagskrá 12.-16. október 2016

Miðvikud. 12. okt. kl. 17 -19 í Norræna félaginu við Óðinstorg: Opnun myndlistarsýningar Önnu Gunnarsdóttir, Jesper Dalmose og Lennox Raphael og stendur hún til 19. október

 Fimmtud. 13. okt. kl. 17-19 í anddyri Norræna hússins: Opnun málverkasýningar Ole Bundgaard og Sigurðar Þóris.

Ole spilar nokkur lög á saxófón.

Fimmtud. 13. okt. kl. 20-22 í sal Norræna hússins: Danskt ljóðakvöld með Karsten Bjarnholt, Cindy Lynn Brown, Ole Bundgaard, Jon Høyer og Lennox Raphael.

Íslensk skáld lesa úr verkum sínum útgefnum  í Danmörku: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson,  Anna S. Björnsdóttir, Einar Már Guðmundsson og Þór Stefánsson.

Jesper Dalmose sýnir vídeó-list.

Tónlist með Ole Bundgaard ásamt Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni, Birgi Svan Símonarsyni, Oddi Inga Þórssyni Huldusyni og Valgeiri Gestssyni, Þorvaldi Erni Árnasyni og Ragnheiði E. Jónsdóttur og Eyþrúði Þorvaldsdóttur.

Föstud. 14. okt. kl. 17-18 í Gunnarshúsi: Jon Høyer og Anne Marie Têtevide ræða bækur sínar um miðaldir á Íslandi og í Danmörku.

Föstud. 14. okt. kl. 18-20 í Gunnarshúsi: Kvöldverður með gestunum.

Föstud. 14. okt. kl. 20-22 í Gunnarshúsi: Blönduð dagskrá með ljóðum tónlist og vídeó-list á dönsku, ensku og íslensku með: Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni,  Önnu S. Björnsdóttur, Birgi Svan Símonarsyni, Karsten Bjarnholt, Cindy Lynn Brown, Ole Bundgaard, Jesper Dalmose, Einari Má Guðmundssyni,  Jon Høyer, Oddi Inga Þórssyni Huldusyni og Valgeiri Gestssyni, Lennox Raphael, Þorvaldi Erni Árnasyni og Ragnheiði E. Jónsdóttur og Eyþrúði Þorvaldsdóttur og Þór Stefánssyni.

Laugard. 15. okt. kl. 14-15 í sal Norræna hússins: Fyrirlestur Anne-Marie Gjedde Olsen um grænlenska/danska list. 

Laugard. 15. okt. kl. 15-16 í sal Norræna hússins: Fyrirlestur Jesper Dalmose og Lennox Raphael

Laugard. 15. okt. kl. 16-17 í sal Norræna hússins: Fyrirlestur Katrin Hjort í samvinnu við Háskóla Íslands.

Sunnud. 16. okt. kl. 15-17, Norræna félagið, Selfossi: Blönduð dagskrá með ljóðum tónlist og vídeó-list á dönsku, ensku og íslensku með: Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni,  Önnu S. Björnsdóttur, Birgi Svan Símonarsyni, Karsten Bjarnholt, Cindy Lynn Brown, Ole Bundgaard, Jesper Dalmose, Jon Høyer, Oddi Inga Þórssyni Huldusyni, Lennox Raphael, Þorvaldi Erni Árnasyni og Ragnheiði E. Jónsdóttur og Eyþrúði Þorvaldsdóttur og Þór Stefánssyni.


Sjáumst ÚTI Í MÝRI!

Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin ÚTI Í MÝRI verður haldin í áttunda sinn dagana 6. til 9. október 2016 í Norræna húsinu í Reykjavík. Fjöldi innlendra sem erlendra rithöfunda, myndhöfunda og fræðimanna tekur þátt í hátíðinni, en yfirskriftin er að þessu sinni: Sjálfsmynd – heimsmyndDagskrá hátíðarinnar má finna á vef hátíðarinnar: www.myrin.is.

Föstudaginn 7. október er boðað til málþings og rýnt í margvíslegar heimsmyndir og sjálfsmyndir í barnabókum. Í fyrirlestrum og pallborðsumræðum verður meðal annars fjallað um norrænan arf, goðsagnir og fantasíur, spennusögur, raunsæi og rómantík, gagnvirkar barnabókmenntir, lestur og leik. Dagskrá og skráningu má kynna sér hér. Skráningar á málþingið skulu berist á netfangið myrinskraning@gmail.com fyrir 3. október 2016, en skráningargjald er 3.500 kr. Innifalið er kaffi og léttur hádegisverður.

Upplestrar, listasmiðjur og ritsmiðjur fyrir börn á öllum aldri eru í boði fyrir einstaklinga og skólahópa sem njóta frásagna og leiðsagnar úrvals fagmanna, listamanna og rithöfunda frá fimmtudegi til sunnudags. Tekið skal fram að allar vinnustofur og viðburðir fyrir börn eru ókeypis.

Lokadagur hátíðarinnar, sunnudagurinn 9. október, er tileinkaður heiðursgesti hátíðarinnar, Guðrúnu Helgadóttur, en í fyrsta sinn hefur hátíðin sérstakan heiðursgest og dagskrá tileinkaða honum.

Á sama tíma eru í Norræna húsinu tvær áhugaverðar barnamenningarsýningar sem enginn ætti að missa af: norræna hönnunarsýningin Öld barnsins í sýningarsölum á neðri hæð og norrænar myndlýsingar á sýningunni Into the Wind! í anddyri.

Nánari upplýsingar:  https://myrin.is/

myri